spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Haukur Helgi meiddur og ekki með gegn Belgíu

Haukur Helgi meiddur og ekki með gegn Belgíu

Ísland mætir Belgíu í mikilvægum leik í forkeppni Eurobasket 2021 í kvöld þar sem Ísland verður að ná í sigur til að eiga betri möguleika á að komast í lokakeppni mótsins. Leikurinn fer fram í kvöld, 29. nóvember kl 19:45 í Laugardalshöllinni.

Haukur Helgi Pálsson leikmaður Íslands og Nanterre 92 í Frakklandi meiddist á ökkla um síðustu helgi, rétt fyrir ferðalagið til Íslands til móts við landsliðið. Í samtali við Körfuna síðasta þriðjudag sagði Haukur að um bólgu í ökkla væri að ræða en hann vonaðist til þess að vera með í leiknum gegn Belgíu.

Leikmannahópur Ísland var kynntur fyrir stundu og kemur þar fram að Haukur Helgi sé meiddur og þurfi að hvíla í kvöld. Það er gríðarlegt áfall fyrir íslenska landsliðið í þessum mikilvæga leik en Martin Hermannsson er einnig frá vegna meiðsla.

Því má segja að tveir af bestu leikmönnum landsliðsins séu frá í kvöld sem gerir verkefnið sannarlega erfiðara. Það er hinsvegar tækifæri fyrir aðra leikmenn að stíga upp og sýna sitt rétta andlit.

Leikmannahópinn fyrir kvöldið má finna hér. 

Fréttir
- Auglýsing -