spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukur Helgi fyrsti íslenski íbúi Andorra - Ræðismaðurinn loksins með skjólstæðing

Haukur Helgi fyrsti íslenski íbúi Andorra – Ræðismaðurinn loksins með skjólstæðing

Vefmiðill El Principat greinir frá því í dag að landsliðsframherji Íslands og nýr leikmaður Morabanc Andorra í spænsku ACB deildinni, Haukur Helgi Pálsson sé fyrsti íslenski íbúi Andorra. Fregnirnar koma í kjölfar þess að ræðismaður Íslands á svæðinu, Gabriel Espelleta, óskaði eftir því að fá að hitta Hauk, sem ku vera uppáhalds íbúi ræðismannsins.

Espelleta verður líkt og ræðismenn eru, skjólstæðing sínum og liði hans Morabanc innan handar sem hluti af þeirri borgaraþjónustu sem Utanríkisráðuneytið skipuleggur, en Espelleta var boðaður til embættis í febrúar á þessu ári.

Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar hans í Morabanc Andorra unnu þægilegan sigur á Ucam Murcia 84 – 66 um helgina. Haukur byrjaði leikinn og spilaði rúmar 5 mínútur. Honum tókst á þeim að gera 9 stig.

Fréttir
- Auglýsing -