spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukur Helgi frá næstu vikurnar

Haukur Helgi frá næstu vikurnar

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Andorra í spænsku úrvalsdeildinni og íslenska landsliðsins, verður frá næstu vikurnar samkvæmt Twitter síðu spænska liðsins.

Meiddist hann á ökla í leik liðsins við Unics Kazan í EuroCup á miðvikudaginn.

Í viðtali við íþróttvef Morgunblaðsins fór Haukur Helgi yfir meiðslin „Ég sneri mig illa í leik gegn gömlu liðsfélögunum. Var að fara upp í þrist á annarri mínútu og fóturinn minn leiðist áfram og fótur varnarmannsins sömuleiðis svo ég lendi á honum. Ég sleit eitt liðband og reif tvö í viðbót svo ég verð frá í svona sex vikur samkvæmt læknunum,“

Andorra er sem stendur í 11. sæti í spænsku úrvalsdeildinni ásamt því að vera komið í 16-liða úrslit Evrópubikarsins í körfubolta.

Fréttir
- Auglýsing -