Haukur Helgi Pálsson og félagar í Morabanc Andorra lögðu Telenets Giants Antwerp í EuroCup, 82-69. Leikurinn sá fyrsti í nokkrar vikur sem Andorra spilar, en liðið er búið að vera fjarri góðu gamni vegna Covid-19. Eftir leikinn eru þeir í 4. sæti C riðils með 3 sigra og 3 tapaða eftir fyrstu 6 leikina.
Atkvæðamestur fyrir Andorra í leiknum var Oriol Pauli með 11 stig, 9 fráköst og 4 stolna bolta. Hjá Antwerp var það Ibrahima Faye sem dróg vagninn með 22 stigum og 7 fráköstum.
Haukur Helgi var greindur með Covid-19 þann 7. nóvember og var ekki kominn aftur í hóp liðsins í kvöld. Hann er þó í hóp íslenska landsliðsins sem heldur til Slóvakíu fyrir tvo leiki, þann 26. og 29. nóvember.