spot_img
HomeFréttirHaukur Helgi: Alltof heitt hérna

Haukur Helgi: Alltof heitt hérna

Íslenska landsliðið etur kappi við Kýpur í undankeppni evrópumótsins á laugardag í Nicosia. Leikurinn er annar leikur Íslands á mótinu og gæti reynst griðarlega mikilvægur.

 

Haukur Helgi Pálsson hefur verið sterkur með landsliðinu síðustu ár og var til að mynda í byrjunarliði Íslands gegn Sviss og má búast við að það fari mikið fyrir honum á morgun.

 

“Það er frekar heitt hérna, eigilega alltof heitt.“ sagði Haukur Helgi Pálsson eftir æfinguna í dag en hitastigið í Kýpur var yfir 35 gráður í dag og rakinn gríðarlegur. Hann bætti við:

 

„Lýst vel á þetta. Fýlum körfurnar hérna og gólfið dempar svo þetta verður gott. Það er alltaf smá þreyta eftir langt ferðalag en þetta var bara stutt æfing, mikið skotið og aðeins hlaupið. Ættum að verða mjög flottir á morgun. “

 

„Lýst vel á Kýpur. Góður sigur gegn Sviss en nú erum við búin að leggja þann leik frá okkur. Þetta verður barátta, þeir eru með góða og reynslumikla leikmenn. Við þurfum að spila eins og í fyrri hálfleik á móti Sviss. Þá held ég að við tökum sigurinn.“

Fréttir
- Auglýsing -