Assigna Manresa mátti sætta sig við ósigur í síðustu umferð ACB deildarinnar á Spáni og eflaust tóku einhverjir eftir því að Haukur Helgi Pálsson var ekki í leikmannahópi Manresa í leiknum.
,,Í síðustu sókninni á æfingu fyrir leikinn fékk ég högg á annað hnéð og það bólgnaði upp og ég gat því ekki spilaði,“ sagði Haukur í eldsnöggu samtali við Karfan.is.
Manresa lék í síðustu umferð gegn Valencia og lá 75-67 á útivelli en Haukur kvaðst verða klár strax í næsta leik sem er á heimavelli gegn Valladolid. Manresa er í 9. sæti ACB deildarinnar með 4 sigra og 5 tapleiki.