spot_img
HomeFréttirHaukur á topp fimm

Haukur á topp fimm

Það má með sanni segja að hinn ungi og efnilegi Haukur Helgi Pálsson fái góða viðurkenningu á vef Eurohopes. Þar er hann á topp 5 yfir efnilegustu leikmenn Evrópu sem eru fæddir 1992.
 
Eurohopes.com er rekinn af hópi fólks sem ferðast um Evrópu og finnur efnilega leikmenn. Þar má nú finna lista yfir efnilegustu leikmenn í hverjum árgangi og er Haukur í fjórða sæti yfir leikmenn fædda 1992 á eftir Tyrkja, Litháa og Frakka.
 
Sannarlega frábært hjá Hauki og greinilegt að nafn hans er þekkt í hinum harða heimi evrópska körfuboltans.
 
Um þessar mundir leikur Haukur körfubolta í Bandaríkjunum auk þess að stunda nám.
 
 
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson
Fréttir
- Auglýsing -