Haukar lögðu Hött á Egilsstöðum í kvöld í 12. umferð Bónus deildar karla, 86-89.
Eftir leikinn er Höttur í 10.-11. sæti deildarinnar með 8 stig á meðan Haukar eru í 12. sætinu með 6 stig.
Fyrir leik höfðu verið nokkrar vendingar í þjálfaramálum Hauka, en Emil Barja hafði stýrt þeim út síðasta ár eftir að Máté Dalmay hafði látið af störfum í nóvember. Í vikunni hörðu Haukar tilkynnt Friðrik Inga Rúnarsson sem nýjan þjálfara liðsins, en hann hafði verið þjálfari kvennaliðs Keflavíkur fyrir áramót.
Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem byrjuðu leik kvöldsins betur og leiddu með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta, 12-22. Heimamenn ná þó að svara því undir lok fyrri hálfleiksins og er leikurinn í járnum þegar í hálfleik er komið, 39-38.
Leikar eru áfram jafnir inn í seinni hálfleikinn, en það eru þó gestirnir sem eru skrefinu á undan að þremur leikhlutum loknum, 62-64. Haukar láta forskotið svo ekki af hendi í lokaleikhlutanum og sigla að lokum sterkum þriggja stiga sigur í höfn, 86-89.
Höttur: Justin Roberts 26/4 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 18, Nemanja Knezevic 17/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gedeon Dimoke 8, Adam Heede-Andersen 7, Gustav Suhr-Jessen 5/4 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 5/4 fráköst, David Guardia Ramos 0, Andri Hrannar Magnússon 0, Sigmar Hákonarson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Óliver Árni Ólafsson 0.
Haukar: Everage Lee Richardson 23/5 fráköst/6 stoðsendingar, Steven Jr Verplancken 15/5 fráköst, Hilmir Arnarson 14, De’sean Parsons 13/6 fráköst, Seppe D’Espallier 13/13 fráköst, Hugi Hallgrimsson 6, Hilmir Hallgrímsson 3, Birkir Hrafn Eyþórsson 2, Kristinn Jónasson 0, Eggert Aron Levy 0, Kristófer Kári Arnarsson 0.