spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHaukar unnu Njarðvík í úrslitaleik Haukamótsins

Haukar unnu Njarðvík í úrslitaleik Haukamótsins

Haukar höfðu betur gegn Njarðvík í kvöld í úrslitaleik Haukamótsins, 99-67.

Fyrir úrslitaleik kvöldsins höfðu Haukar unnið Hött í undanúrslitum og Njarðvík hafði lagt KR.

Atkvæðamestur fyrir Hauka í kvöld var Jalen Moore með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Honum næstur var Hugi Hallgrímsson með 17 stig, 8 fráköst og 4 varin skot. Fyrir Njarðvík var það Dominykas Milka sem dró vagninn með 16 stigum og 10 fráköstum, en Chaz Williams bætti við 13 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fyrir úrslitaleik kvöldsins hafði Höttur tryggt sér þriðja sæti mótsins með nokkuð öruggum sigri gegn KR, 96-66. Þar var Gustaf Surh-Jessen atkvæðamestur fyrir Hött með 23 stig, 12 fráköst og Deontaye Buskey var með 26 stig og 6 stoðsendingar. Fyrir KR var Friðrik Anton Jónsson bestur með 14 stig, 6 fráköst og Troy Cracknell bætti við 12 stigum og 6 fráköstum.

Tölfræði leiks

Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á [email protected].

Fréttir
- Auglýsing -