Haukar báru sigurorð af Íslandsmeisturum Vals í kvöld í Ólafssal í Subway deild kvenna, 97-71.
Eftir leikinn er Valur í 3. sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Haukar eru í 4. sætinu með 18 stig.
Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Keira Robinson með 38 stig, 12 fráköst og Helena Sverrisdóttir bætti við 12 stigum og 7 fráköstum.
Fyrir Val var Ameryst Alston atkvæðamest með 44 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá bætti Ásta Júlía Grímsdóttir við 10 stigum og 6 fráköstum.
Myndasafn (Hafsteinn Snær)