Haukar unnu Grindavík í kvöld 75-63 í Iceland Express-deild kvenna en leikið var að Ásvöllum. Þar með hefja Íslandsmeistararnir titilvörnina á sigri en þær gulu létu Hauka hafa fyrir sigrinum.
Leikurinn var í járnum í allt kvöld og liðin skiptust á að hafa forystuna. Frábær byrjun Hauka í upphafi fjórða leikhluta lagði grunninn að sigri þeirra en þá skoruðu Haukar tíu stig í röð.
Haukar unnu að lokum 75-63.
Stigahæst hjá Haukum var Heather Ezell með 33 stig en hún tók einnig 15 fráköst. Næst henni var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 18 stig og Guðrún Ámundadóttir skoraði 15 stig.
Hjá Grindavík Michele DeVault með 19 stig og þær Dagmar Traustadóttir og Jovana Lilja Stefánsdóttir voru með 10 stig hvor.
Áhorfendur: 88