spot_img
HomeBikarkeppniHaukar tryggðu sig í undanúrslitin í endurkomu Helenu

Haukar tryggðu sig í undanúrslitin í endurkomu Helenu

Haukar lögðu ÍR fyrr í dag í Hellinum í Breiðholti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna, 58-76.

Haukar eru því ásamt Njarðvík, Snæfell og Breiðablik komnar áfram í undanúrslit keppninnar.

Þrátt fyrir að heil deild væri á milli liðanna, þar sem að Haukar eru í Subway deildinni og ÍR þeirri fyrstu, þá var leikurinn nokkuð áhugaverður. Jafnt var á milli liðanna eftir fyrsta leikhluta, 16-16, en þegar í hálfleik var komið voru Haukakonur 7 stigum yfir, 30-37.

Haukakonur eru svo aftur betri í þriðja leikhlutanum og koma forystu sinni í 15 stig fyrir þann fjórða, 44-59. Að lokum fór svo að Haukar unnu með 18 stigum, 58-76.

Áhugavert er að Helena Sverrisdóttir var aftur komin í lið Hauka, en hún hafði vegna meiðsla ekki leikið í deildinni síðan 10. október. Í heildina lék hún rúmar 12 mínútur í leiknum og skilaði 9 stigum og 2 fráköstum.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Haiden Denise Palmer með laglega þrennu, 10 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar. Þá bættu Elísabeth Ýr Ægisdóttir við 13 stigum og 9 fráköstum og Briet Sif Hinriksdóttir var með 15 stig og 6 fráköst.

Fyrir heimakonur í ÍR skilaði Danielle Marie Reinwald 15 stigum og 18 fráköstum og Irena Sól Jónsdóttir var með 19 stig.

Tölfræði leiks

Önnur úrslit dagsins

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -