spot_img
HomeFréttirHaukar tryggðu sig áfram í Powerade-bikarnum

Haukar tryggðu sig áfram í Powerade-bikarnum

Haukar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þegar þær sóttu Fjölni heim í Dalhúsum í kvöld. Línurnar voru lagðar strax í byrjun leiks og staðan orðin 0-21 fyrir Hauka eftir rúmlega 7 mínútna leik. Fjölnisstúlkur náðu að setja 8 stig fyrir lok leikhlutans, en Haukar leiddu eftir hann með 24 stigum, 8-32. 

Í öðrum leikhluta héldu Haukar áfram að spila stífa vörn á Fjölni allan völlin og Fjölnisstúlkum gekk illa að skapa sér færi og setja niður þau skot sem opnuðust. Haukar héldu því til klefa í hálfleik með þægilega 36 stiga forystu. Síðari hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri og niðurstaðan öruggur 66 stiga sigur Hauka, 25-91. 

Spilatími dreifðist vel á meðal leikmanna Hauka og léku allir leikmenn 14 mínútur eða meira í leiknum. Atkvæðamest í liði þeirra var Helena Sverrisdóttir með 16 stig og 8 fráköst á þeim tæplega 20 mínútum sem hún spilaði. Þá skoraði Sylvía Rún Hálfdánardóttir 13 stig og reif niður 7 fráköst fyrir Hauka og Eva Margrét Kristjánsdóttir bætti við 10 stigum. 

Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið fyrir Fjölnisstúlkur að setja niður skotin í kvöld þá sýndu þær fín tilþrif inn á milli og börðust allan leikinn. Stigahæstar í liði þeirra voru Fanney Ragnardóttir með 6 stig og 5 fráköst, Aníka Lind Hjálmarsdóttir með 5 stig og 8 fráköst og Margrét Eiríksdóttir með 5 stig.

Tölfræði leiks

Stigaskor Fjölnis: Fanney Ragnarsdóttir 6 stig/6 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 5 stig/8 fráköst, Margrét Eiríksdóttir 5 stig, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3 stig, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 2 stig, Kristín María Matthíasdóttir 2 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 2 stig, Erna María Sveinsdóttir 0 stig, Elísa Birgisdóttir 0 stig, Hanna María Ástvaldsdóttir 0 stig. 

Stigaskor Hauka: Helena Sverrisdóttir 16 stig/8 fráköst, Sylvía Rún Hálfdánardóttir 13 stig/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11 stig, María Lind Sigurðardóttir 10 stig, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9 stig/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 9 stig/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 9 stig, Pálína Gunnlaugsdóttir 8 stig, Rósa Björk Pétursdóttir 6 stig, Auður Íris Ólafsdóttir 0 stig/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 0 stig. 

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -