spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar tóku forystuna gegn Stjörnunni

Haukar tóku forystuna gegn Stjörnunni

Haukar lögðu Stjörnuna í Ólafssal í kvöld í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Með sigrinum náðu Haukar yfirhöndinni í einvíginu 2-1, en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast áfram í undanúrslitin.

Það voru heimakonur í Haukum sem byrjuðu leik kvöldsins betur og náðu þær mest sex stiga forystu í fyrsta fjórðung. Munurinn að honum loknum var hinsvegar aðeins eitt stig, 20-19. Lengi framan af öðrum fjórðung er leikurinn svo nokkuð jafn, en undir lok fyrri hálfleiksins ná Haukar góðu áhlaupi og eru fimm stigum yfir í hálfleik, 40-35.

Í upphafi seinni hálfleiksins heldur áhlaup Hauka svo áfram þar sem þær ná mest 15 stiga forystu í þriðja leikhlutanum, en staðan fyrir lokaleikhlutann er 67-57 þeim í vil. Þær virðast svo vera sigla nokkuð öruggum sigur í höfn þangað til um miðjan fjórða þegar Stjarnan gerir tilraun til að koma til baka. Áhlaupið gengur vel hjá Stjörnunni sem minnst eru stigi frá heimakonum þegar rúmar þrjár mínútur eru til leiksloka, 75-74. Lítið er skorað á þessum lokamínútum leiksins, en að lokum eru það stórar körfur frá Tinnu Guðrúnu Alexandersdóttur og Keira Robinson sem sigla sigrinum í höfn fyrir Hauka, 80-78.

Atkvæðamestar í liði heimakvenna í leiknum voru Tinna Guðrún með 20 stig, 8 fráköst og Keira Robinson með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar.

Fyrir Stjörnuna var Denia Davis-Stewart með 16 stig og 20 fráköst. Henni næst var Ísold Sævarsdóttir með 20 stig og 8 stoðsendingar.

Næsti leikur eingígið Hauka og Stjörnunnar fer fram í Umhyggjuhöllinni komandi sunnudag 21. apríl.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -