Körfuknattleiksdeild Hauka hefur hug á að stofna b-lið kvenna og eru að hugsa til þeirra
sem vilja/langar að sprikla í körfu en eru hugsanlega hættar nýlega í íþróttinni eða fyrir löngu síðan.
Nokkur hefð er fyrir B-liðum í karlaflokki en til að mynda hefur B-lið Hauka verið sterkt síðustu ár og sett sterkan svip á íslandsmótið.
Ef áhugi er fyrir hendi má senda póst á [email protected] og/eða Söru Pálma [email protected] svo hægt sé að koma þessu verkefni af stað.