Einn leikur fer fram í Domino´s deild karla í kvöld en þá mætast Haukar og Stjarnan í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst hann kl. 19:15.
Liðin eru jöfn í 6. og 7. sæti deildarinnar bæði með 14 stig en Stjarnan vann fyrri leik liðanna 94-79 er þau mættust í Ásgarði þann 7. nóvember síðastliðinn. Garðbæingar verða án Junior Hairston sem tekur út leikbann í kvöld.
Mynd/ Svavar og Haukamenn taka á móti Stjörnunni í Schenkerhöllinni í kvöld.