spot_img
HomeFréttirHaukar slátruðu Grindavík í TM Höllinni

Haukar slátruðu Grindavík í TM Höllinni

Haukar sigruðu Grindavík í öðrum undanúrslitaleik Lengjubikarsins í TM Höllinni í Keflavík með 96 stigum gegn 49 og mæta því Keflavík (sem sigruðu Val fyrr í kvöld) í úrslitaleik komandi helgi.

Fyrir leikinn var svosem eitthvað ójafnt á með að bæði lið væru fullmönnuð, en í Grindavík vantaði sem dæmi bæði Ingibjörgu Jakobsdóttur og Ingunni Emblu Kristínardóttur. Á meðan að í lið Hauka voru engin slík skörð til staðar.

Leikurinn var í raun aldrei spennandi. Haukastúlkur, sem stilltu upp firnasterku liði, allt frá fyrstu mínútu, algjörlega keyrðu yfir stöllur sínar úr Grindavík. Fyrsti leikhlutinn endaði með 18 stiga forystu (30-12) og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var hún komin í heil 27 stig (46-19).

Í þessum fyrri hálfleik var það hin knáa Helena Sverrisdóttir sem dróg vagninn fyrir Haukastúlkur með 6 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum á meðan að fyrir hinar gulu var það Helga Einarsdóttir sem skilaði hæsta framlaginu með 2 stigum, 3 fráköstum og 1 stolnum bolta.

Seinni hálfleikurinn fór heldur líflega af stað fyrir Grindavík, en eftir að hafa tapað fyrstu tveimur hlutum leiksins (fyrri hálfleiknum) með 27 stigum, tókst þeim að stoppa aðeins í gatið og sætta sig við lítið 4 stiga tap í þriðja leikhlutanum.

Að fordæmi Sylvíu Rúnar Hálfdanardóttur fóru Haukastúlkur hinsvegar aftur á flug í lokaleikhlutanum og kláruðu leikinn, líkt og þær höfðu spilað fyrri hálfleikinn, með glans. Lokatölur voru 96-49 fyrir Haukum.

Haukastúlkur mæta því Keflavík í úrslitum Lengjubikarkeppni þessa árs komandi helgi. Leikurinn fer fram í Iðu á Selfossi, komandi laugardag, klukkan 1400. 

Maður leiksins var áðurnefnd Sylvía Rún Hálfdánardóttir, en hún skoraði 28 stig (11/13 af vellinum), 3 fráköst, stal 2 boltum og gaf 1 stoðsendingu á þeim 25 mínútum sem hún spilaði í kvöld.

Myndasafn #1 (Bára Dröfn)

Myndasafn #2 (Davíð Eldur)

Tölfræði

Myndir, viðtöl & umfjöllun / Davíð Eldur & Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -