Valsmenn tóku á móti Haukum í 9. umferð Bónusdeild karla. Fyrir umferðina voru Íslandsmeistararnir í 10. sæti en Haukar í neðsta sæti án sigurs. Fyrirfam mátti því búast við þægilegum sigri heimamanna, en miðað við gengi Valsmanna það sem af er móti þá gæti þetta orðið af leik. Haukar eru með nýjan þjálfara eftir að Maté var látinn taka pokann sinn, Emil Barja, sá mikli Haukamaður stýrði liðinu í kvöld. Leikurinn var fínasta skemmtun, Valur náði fínni forystu í 1. og 3. leikhluta, en Haukar gáfust ekki upp og sigu fram úr í fjórða leikhluta og unnu sinn fyrsta sigur 97-104
Það var nokkuð jafnræði með liðinum í fyrsta leikhluta, liðin skiptust á að hafa forystuna, Valsmenn þó með undirtökin, Haukarnir áttu í mesta basli að hitta í körfuna og þegar þriggja stiga körfurnar fóru að detta niður hjá heimamönnum þá fór að skiljast að og Valsmenn náðu þægilegu forskoti og leiddu, 31-17.
Haukarnir mættu í annan leikhluta ákveðnir og Valsmenn kannski frekar værukærir. Með seiglu og einu sirkúsflautukörfu frá Yo Fat, náðu Haukarnir að minnka muninn í 7 stig þegar Finni var nóg boðið og tók leikhlé. Stemmingin hélt áfram að vera Haukameginn og þeir náðu forystunni þegar um mínúta var eftir af hálfleiknum. Valur náðu þó að jafna og staðan í leikhlé var 52-52.
Ein og oft áður þá mættu Valsmenn tilbúnir í seinni hálfleikinn, skoruðu fyrstu 13 stigin, Haukar settu sín fyrstu stig þegar 3 og hálf mínúta var lðinn af leikhlutanum. Valsmenn hertu á vörninni og Badmus var mættur. Þetta þýddi bara að Valur jók hægt og rólega forystuna sína en Haukar náðu aðeins vopnum sínum aftur eftir leikhlé og með tveimur þriggja stiga körfum náðu að setja smá spennu í leikinn og jöfnuðu leikinn 75-75.
Síðasti leikhlutinn byrjaði í naglbít, Everage fékk að leika lausum hala og hann tekur öllum opnum skotum fagnandi, hann kom Haukum fljótlega yfir. Stemmingin í húsinu var til fyrirmyndar og stuðningsmenn beggja liða létu í sér heyra. Haukar fengu blóð á tennurnar og fóru að trúa að þeir myndu sigra sem þeir gerðu, fyrsti sigurinn í hús, 97-104
Stighæstur hjá Val var, eins og venjulega, Badmus með 36 stig og 8 fráköst. Booker með 13 stig og Hjálmar átti fínan leik og setti niður 12 stig, þá var Kári Jóns með 11 stoðsendingar. Hjá Haukum átti Tyson Jolly fínan leik, sérstaklega í seinni hálfleik og setti niður 29 stig, Everage héldu engin bönd í 4. leikhluta og setti niður 20 stig. Verplancken setti svo niður 18 stig.
Næstu leikir þessara liða í VÍS bikarkeppninni, 8. des taka Valsmenn á móti Grindavík og degi seinna heimsækja Hauka fyrstu deildar liðið Breiðablik. Næstu leikir í Bónus deildinni eru hjá Val, 13. des þegar Valsmenn heimsækja Grindavík á meðan Haukar fá KR í heimsókn degi fyrr, 12. des.