spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar sigruðu Blika í skemmtilegum leik

Haukar sigruðu Blika í skemmtilegum leik

Fyrir leik

Hér í kvöld mættust lið Breiðabliks og Hauka í 3.umferð Dominos deildar kvenna. Staðan í deildinni fyrir leik var þannig að Haukakonur sátu í 5.sæti deildarinnar með 2 stig en Blikakonur voru í 7.sæti án stiga.

 

Gangur leiks

 

Leikurinn fór skemmtilega af stað en Blikakonur áttu fyrstu 2 stig leiksins en í kjölfar þess ákváðu Haukarnir að raða niður þristum í staðin og settu alls 5 í röð en voru ekki alveg að ná að stoppa Blikana inní teignum. Blikar tóku leikhlé um miðbik leikhlutans og hjálpaði það ekkert, Haukarnir stigu á bensíngjöfina og tóku bókstaflega öll völd á vellinum. Þær skoruðu einhver 10 stig í röð á meðan að Blikarnir voru að kasta boltanum frá sér og voru öll skot Blikanna hálf vonlaus og léleg. Staðan að lok leikhlutans 10-27 Haukum í vil.

 

Annar leikhluti var töluvert skárri hjá heimakonum úr Kópavoginum og var hann nokkuð jafn Haukarnir byrjuðu sterkar en komu Blikakonur til baka og náðu að halda þessu í bara 17 stiga mun eins skrýtið og það er að segja það! Staðan í hálfleik 32-49 Haukum í vil. LeLe var að eiga stórleik með 18 stig í hálfleik en hjá heimakonum var það Kelly Farris með 13 stig á töflunni.

 

3.leiklhuti var afar daufur svo vægt sé tekið til orða, þegar 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum höfðu aðeins verið skoruð 9 stig í öllum leikhlutanum, varnir beggja liða orðnar mikið skipualagðari en sóknin var líka fyrir vikið mjög klaufaleg oft á tíðum, mikið af skrýtnum töpuðum boltum. Bríet Lilja Sigurðardóttir hljóp útaf vellinum í leikhlutanum og virtist hún annað hvort hafa dottið úr lið á putta eða hreinlega puttabrotnað, við sendum batakveðjur til hennar, þetta leit ekki vel út. Vonandi verður hún komin inná völlinna aftur sem allra fyrst!

 

 

Blikarnir komu öflugar út í 4.leikhluta enda allt undir fyrir þær, pressuðu hátt upp völlinn og voru að reyna að stuða Haukana aðeins. Blikarnir náðu að skjóta sig aftur inní leikinn, þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins 8 stigum á liðunum. Það virtist vera eins og það hefði gjörsamlega slokknað á Haukunum í 4.leikhluta og í raun öllum seinni hálfleik. Ákefðin, grimmdin og öryggið sem var í fyrri hálfleik var horfið og komið til Blikastúlkna. Eftir hetjulega baráttu Kópavogsstúlkna þá komust þær ekki nær en 6 stig og fór þetta þá að fjara aðeins út og Haukarnir sigldu heim sterkum útisigri 60-70

 

Lykillinn

 

Ógnarsterk byrjun Haukakvenna í þessum leik sigraði leikinn. Eftir það var þetta járn í járn og flottur leikur, leikurinn vinnst í fyrsta leikhluta. Annað sem verður að nefna er LeLe Hardy, frábær leikmaður sem var einni stoðsendingu frá “triple-double”.

 

Kjarninn

 

Haukarnir voru að fá stig úr öllum áttum og voru að fá meira frá fleirum. Blikarnir treystu mikið á Kelly, Björk og Ragnheiði en hefðu mátt fá meira stigaframlag frá fleiri stelpum.

 

Samantektin

 

Haukar með sterkan sigur hérna í kvöld en það er augljóst að ef Blikarnir laga upphafsmínúturnar sínar í leikjunum sínum þá verða þær gríðarlega erfiðar viðureignar.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun, viðtöl / Axel Örn

Myndir / Bára Dröfn

 

Viðtöl:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -