spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHaukar semja við stoðsendingakóng 1. deildarinnar

Haukar semja við stoðsendingakóng 1. deildarinnar

Haukar hafa samið við Spánverjann Jose Medina um að leika með félaginu í 1. deild karla á næstu leiktíð.

Jose, sem er 28 ára leikstjórnandi, lék með Hamri í 1. deildinni á síðasta tímabili þar sem hann var með 22,2 stig, 6,0 fráköst og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann leiddi deildina í síðastnefnda flokkinum. Auk Íslands hefur hann spilað á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi.

Hjá Haukum hittir hann fyrir þjálfara sinn hjá Hamri, Maté Dalmay, sem tók við Haukum í sumar eftir þrjú tímabil í Hveragerði.

Fréttir
- Auglýsing -