spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHaukar segja upp samningum við tvo erlenda atvinnumenn

Haukar segja upp samningum við tvo erlenda atvinnumenn

Bónus deildar lið Hauka hefur sagt upp samningum sínum við Steeve Ho You Fat og Tyson Jolly samkvæmt Vísi.is og munu þeir ekki leika fyrir félagið á nýju ári.

Báðir komu leikmennirnir til Hauka á eða fyrir yfirstandandi tímabil, en liðið hefur ekki skilað mörgum sigrum það sem af er deildarkeppni, með einn í fyrstu tíu umferðunum.

Samkvæmt heimildum Körfunnar munu Haukar hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningum leikmannana, en þeir munu leika sinn síðasta leik með liðinu komandi fimmtudag gegn ÍR.

Fréttir
- Auglýsing -