Bónus deildar lið Hauka hefur sagt upp samningum sínum við Steeve Ho You Fat og Tyson Jolly samkvæmt Vísi.is og munu þeir ekki leika fyrir félagið á nýju ári.
Báðir komu leikmennirnir til Hauka á eða fyrir yfirstandandi tímabil, en liðið hefur ekki skilað mörgum sigrum það sem af er deildarkeppni, með einn í fyrstu tíu umferðunum.
Samkvæmt heimildum Körfunnar munu Haukar hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningum leikmannana, en þeir munu leika sinn síðasta leik með liðinu komandi fimmtudag gegn ÍR.