spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar rétt sluppu með tvö stig úr Grindavík

Haukar rétt sluppu með tvö stig úr Grindavík

Haukar lögðu Grindavík í Subway deild kvenna í spennandi leik í HS Orku Höllinni, 74-78. Eftir leikinn eru Haukar í 2. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Grindavík er í 5. sætinu með 8 stig.

Fyrir leik

Sem áður voru landsliðsleikmenn Hauka Helena Sverrisdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir frá vegna meiðsla, en fyrir leikinn í kvöld bættist Eva Margrét Kristjánsdóttir einnig á meiðslalistann, en hún hefur verið að eiga við meiðsl í ökkla.

Byrjunarlið Grindavíkur

11 Amanda Akalu

4 Danielle Rodriques

1 Elma

24 Hulda

15 Hekla

Byrjunarlið Hauka

7 Keira Robinson

14 Emma Sóldís

8 Tinna

21 Elisabet

22 Sólrún

Gangur leiks

Haukar starta með lítið lið enda meiðsli að hrjá þær en Eva Margrét var ekki með vegna ökklameiðsla. Grindavík spilaði hátt á móti og ætlaði augljóslega að selja sig dýrt en þá opnaðist allt undir og Tinna fann sér ávallt leið að körfunni.  Leikmenn beggja liða voru villuglaðir og bæði lið komin í bónus um miðjan fyrsta leikhluta en þó enginn í villuvandræðum. Leikhlutinn einkenndist af töpuðum boltum hjá Grindavík og vítaskotum beggja iða og allt hnífjafnt.

Thea byrjaði annan leikhluta á að fá sína fjórðu villu og þurfti því að verma bekkinn. Grindavíkurstúlkur áttu í vandræðum með Keiru sem tók  hverja slaufuna af annari og fékk oftast víti í þokkabót.  Það var enn og aftur einvígi á milli Keiru og Danielle og báðar tilbúnar að selja sig dýrt en gaman fyrir áhorfendur að fylgjast með enda tilþrifin aðdáunarverð oft á tíðum. Leikhlutinn var hnífjafn og hátt stigaskor en Grindavík leit betur út þegar leið á leikhlutann og náðu 7 stiga forystu þegar rúmar tvær mínútur voru til hálfleiks og staðan 47 – 40 Grindavík í vil. Eina áhyggjuefnið var að Danielle var komin með 3 villur, en ef einhver getur spilað með villur þá var það hún. Hálfleikstölur 49-44 fyrir heimakonur.

Sömu byrjunarlið voru hjá báðum liðum í upphafi seinni hálfleiks. Hulda sett á  Keiru og Dani fær hvíld enda í villuveseni.  Það var aðeins að há Haukastúlkum að Eva Margrét var ekki með enda munar um minna. Haukastúlkur með tvo risa þrista og koma muninum í eitt stig senmma í þriðja og allt orðið jafn aftur.  Thea og Helga mættu inn fyrir Grindavík meðan Elma fékk hvíld en leikurinn var bæði hraður og skemmtilegur. Keira var allt í öllu en fékk flotta hjálp hjá Tinnu, Emmu og Elísabetu.  Hjá Grindavík var augljóst að Elma var nauðsynleg inn á vellinum en þennan stutta tíma sem hún hvíldi komust Haukastúlkur yfir og staðan orðin 59-64.  

Grindavíkur stúlkur héldu áfram að setja mikla boltapressu í upphafi fjórða leikhluta sem þvingaði Haukastúlkur í keyrslu að körfunni og Elma setti skot langt að utan eins og vanalega til að kveikja í heimastúlkum. Sólrún leikmaður Hauka fyrst útaf með fimm villur en Haukastúlkur máttu illa við að missa þessa skyttu sem lítið gat beitt sér enda með margar villur snemma. Elma hvíldi sig fyrir lokaátökin en Danielle setti flottan þrist til að halda heimastúlkum inni í leiknum og stýra leik þeirra með allri sinni reynslu. Villur settu sitt merki á leikinn en flestir leikmenn sem eitthvað höfðu verið inn á voru með þrjár eða fleiri villur á sér sem hafði áhrif á lokamínúturnar.  

Grindavíkurstúlkur spiluðu skynsamlega og tóku hátt á móti þeim þannig að Haukastúlkur sem voru án þriggja hávaxna leikmanna sinna þurftu að sækja að körfunni og þær svo sannarlega risu upp. Leikmenn eins og Tinna, Emma Sóldís og Elísabet nýttu tækifærið í botn og ekki skemmdi að Dagbjört fékk góðan spilatíma sem hún nýtti vel en þar er á ferðinni ungur og efnilegur leikmaður.  Elma var gjörsamlega óstöðvandi og setti skotin niður í öllum regnbogans litum. Danielle dró vagninn með henni en það fer að styttast í að Grindavík húrri sér upp töfluna enda frábært lið. Lokastaðan 74-78 Haukum í vil.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -