Birkir Hrafn Eyþórsson hefur samið um að leika fyrir Hauka á komandi tímabili í Subway deild karla.
Birkir Hrafn er 18 ára gamall 201 cm skotbakvörður sem að upplagi er frá Selfossi, en þar skilaði hann 17 stigum, 7 fráköstum að meðaltali í leik í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð. Þá hefur hann einnig verið lykilmaður hjá yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.
Máté Dalmay er ánægður með að hafa krækt í Birki og hafði þetta að segja: “Birkir er einn af mest spennandi leikmönnum landsins, hávaxinn í sinni stöðu og býður upp á fjölbreytni bæði í vörn og sókn. Við viljum hafa þessa efnilegu leikmenn sem stefna hátt hjá okkur í Hafnafirði og vinna með þeim í markmiðum þeirra á hverjum degi.”