spot_img

Haukar ná í liðsauka

Steven Jr. Verplancken hefur samið um að leika með Haukum á yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum nú í morgun.

Steven er 24 ára 193 cm belgískur/dóminískur bakvörður sem kemur í Ólafssal frá Los Prados í Dóminíska Lýðveldinu, en þar skilaði hann 20 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þá hefur hann einnig leikið fyrir landslið Dóminíska Lýðveldissins.

Tilkynning:

Haukar hafa fengið til liðs við sig bakvörðinn Steven Jr. Verplancken fyrir komandi átök í Bónus deildinni. Steven sem spilaði nýverið sína fyrstu landsleiki með Dóminíska Lýðveldinu var valinn nýliði ársins þar í landi sem og í 5 manna úrvalslið deildarinnar. Hann skilaði 19,5 stigum 5 fráköstum og 4 stoðsendingum fyrir lið Los Prados og þykir afburða skytta en hann skaut 43% fyrir utan þriggja stiga línuna.

Steven sem er einnig handhafi Belgisks vegabréfs spilaði með Weber State Háskólanum við góðan orðstír og er nú mættur í sitt fyrsta verkefni í Evrópskum körfubolta.

Fréttir
- Auglýsing -