FSu náði að halda í við Hauka á fyrstu fimm mínútum leiksins en síðan ekki söguna meir. Haukar hins vegar spiluðu sinn venjulega leik, settu niður 17 þriggja stiga körfur og innsigluðu öruggan sigur 78-103.
Jafnræði var með liðunum framan af í upphafi en þegar um miðbik 1. hluta skoraði FSu ekki stig í tæpar 3 mínútur. Haukar hins vegar juku muninn jafnt og þétt og þaðan var ekki aftur snúið.
Brandon Mobley leiddi Hauka með 30 stig og 11 fráköst. Kári Jónsson átti stórleik með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.
Hlynur Hreinsson leiddi sína menn í FSu með 21 stig og næstur honum var Chris Woods með 19 stig og 9 fráköst. Chris Caird snéri aftur til leiks eftir meiðsli á mjöðm. Hann kom inn af bekknum og setti niður 17 stig og tók 8 fráköst.
FSu-Haukar 78-103 (17-25, 23-29, 16-22, 22-27)
FSu: Hlynur Hreinsson 21/4 fráköst, Christopher Woods 19/9 fráköst, Cristopher Caird 17/8 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 10, Haukur Hreinsson 4, Arnþór Tryggvason 3/4 fráköst, Þórarinn Friðriksson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Adam Smári Ólafsson 0, Svavar Ingi Stefánsson 0, Maciej Klimaszewski 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0.
Haukar: Brandon Mobley 30/11 fráköst, Kári Jónsson 26/11 fráköst/10 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 14, Emil Barja 11/8 fráköst/8 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 9/4 fráköst, Kristinn Marinósson 5, Ívar Barja 3, Jón Ólafur Magnússon 3, Guðni Heiðar Valentínusson 2, Alex Óli Ívarsson 0, Óskar Már Óskarsson 0.