Haukar máttu þola tap í kvöld fyrir heimakonum í Tarbes GB, 66-53, í öðrum leik riðlakeppni EuroCup.
Haukar hafa því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni, en næst leika þær gegn KP Brno frá Tékklandi í Ólafssal þann 28. október.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins mun jafnari en fyrsti leikur Hauka í riðlakeppninni gegn d´Ascq, sem þær töpuðu með 43 stigum. Eftir erfiða byrjun náðu Haukar áttum í 2. leikhlutanum, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 31-28. Erfið byrjun þeirra á seinni hálfleiknum varð þeim hinsvegar að falli, en fyrir lokaleikhlutann höfðu þær misst Tarbes 14 stigum á undan sér, 54-40. Að lokum sigldu heimakonur svo nokkuð öruggum 13 stiga sigur í höfn, 66-53.
Atkvæðamestar fyrir Hauka í leiknum voru Haiden Denise Palmer með 12 stig og 10 fráköst og Helena Sverrisdóttir með 15 stig og 6 fráköst.
Upptaka af leiknum: