Haukar fengu nýliða Snæfells í heimsókn í fyrsta leik tímabilsins og fengu þeir sem mættu á fyrsta leik síðasta tímabils heiftarlegt “deja vu” þar sem munurinn var mikill milli liðanna. Þann leik unnu Haukar gegn ÍR með 40 stigum en í kvöld unnu þær Snæfellinga með 72 stigum.
Leikurinn byrjaði sæmilega jafnt og komust Snæfellingar þremur stigum yfir snemma í leiknum, en þá kviknaði á Hauka-Hólmaranum Tinnu Guðrúnu. Hún var með 18 stig í fyrsta leikhlutanum, og ekki hætti velgengni Hauka þar sem þær hreinlega átu andstæðinga sína.
Tinna Guðrún endaði leikinn með 39 stig, en það voru fimm aðrir Haukaleikmenn sem skoruðu tíu eða fleiri stig. Stigahæst Snæfellinga var Shawnta Shaw með 22 stig.
Haukar eiga næst Valsara þann í Origo-höllinni þann 4. október. Snæfellingar fá Grindvíkinga í heimsókn deginum áður.