Staðan er 46-45 fyrir Hauka gegn Keflavík þegar flautað hefur verið til hálfleiks í Subwaybikarúrlsitum kvenna. Leikurinn hefur verið jafn og spennandi en það var Bandaríkjakonan Heather Ezell sem kom Haukum yfir undir lok fyrri hálfleiks er hún náði sóknarfrákasti og skoraði svo í teignum.
Bryndís Guðmundsdóttir er komin með 15 stig í liði Keflavíkur en hjá Haukum er Heather Ezell með 13 stig en hún setti þrjá þrista í fyrsta leikhluta.
Nánar síðar…
Ljósmynd/ Snorri Örn: Sigmundur Herbertsson dómari hefur kvennaleikinn í Höllinni með tignarlegum hætti.