spot_img
HomeFréttirHaukar Íslandsmeistarar annað árið í röð

Haukar Íslandsmeistarar annað árið í röð

18:41 

{mosimage}

  

(Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir lyfta bikurunum á loft, Matthías Imsland frá Iceland Express fylgist með) 

  

Haukakonur lögðu Keflavík í fjórða úrslitaleiknum í Iceland Express deild kvenna í dag en lokatölur leiksins voru 88-77 Haukum í vil. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Hauka í röð og félagið hefur nú á milli handanna alla þá titla sem í boði eru á vegum Körfuknattleikssambands Íslands.

 

Haukar telfdu fram yngsta liðinu í Iceland Express deildinni í ár og voru með yngsta þjálfarann svo það er óhætt að fullyrða að sigur Hauka hafi verið sigur æskunnar.

 

Nánar verður greint frá leiknum síðar…

 

www.vf.is

Mynd: Stefán Borgþórsson

Fréttir
- Auglýsing -