spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar í vænlega stöðu gegn Íslandsmeisturum Vals

Haukar í vænlega stöðu gegn Íslandsmeisturum Vals

Haukar lögðu Val í kvöld í öðrum leik undanúrslita Subway deildar kvenna, 72-70. Vinna þarf þrjá leiki og geta Haukar því tryggt sig í úrslitin með sigri í næsta leik.

Fyrir leik

Haukar unnu fyrsta leikinn svo gestirnir úr Val þurfa að mæta með öll vopnin vel klár í slaginn. Bæði lið full af stemningu og tónlistin eðal ‘90 hip hop sem hreinlega getur ekki klikkað þegar keyra þarf upp gleðina.

Byrjunarlið Hauka Tinna, Lovísa Björt, Haiden, Eva Margrét og Helena en hjá Val er það Ásta Júlía , Dagbjört,Hallveig, Hildur og Ameryst.

Gangur leiks

Valur byrjaði betur og setti 9 stig á móti 1.  Haukar þurfa að mæta tilbúið en liðið virkar værukært. Hægur leikur í byrjun en þarf að ná flugi enda vel mætt í stúkuna.  Bríet og Elísabet komu inn á hjá Haukum og Sara og Guðbjörg hjá Val en leikurinn er enn fálmkenndur og einhver taugaveiklun sýnileg í báðum liðum. Staðan  19-7  Val í vil en Haukastúlkur virðast ekki getað skrúfað boltann niður netið. Jana, Sólrún og Helena koma inn á fyrir Hauka og Eydís hjá Val en leikurinn er enn hægur og Valur alveg með yfirhöndina í lok fyrsta leikhluta. Staðan 11-21 fyrir Val.

Annar leikhluti byrjar með góðum þriggja stiga körfum frá Sólrúnu og Bríeti sem kemur Haukum inn í leikinn og Valur kallar eftir leikhléi enda staðan orðin 20-21 fyrir Val og fína forskotið farið á augnabliki.  Haukar sterkari aðilinn og 4 þristar komnir í hús. Valur náði vopnum sínum og kom sér í gang aftur.  Hér eru engir flugeldasýningar en skotin að utan að detta hjá Haukum og nú hefur Tinna sett tvo til að auka skot flóruna hjá Haukum.  Staðan í hálfleik 36-34 fyrir Haukum.

Í seinni hálfleik halda Haukar áfram að hitta að utan en Valur á í vandræðum í upphafi  gera vel og sækja nær körfunni enda allt hætt að vera opið að utan.  Valur mætti með þéttari vörn og setti skot að utan til að koma sér aftur upp að hlið Hauka en Eydís er búin að sýna það og sanna að hana má alls ekki skilja eftir. Leikurinn er hnífjafn og skemmtilegur enda mikið undir. Lykilleikmenn Vals fengu ekki mikla hvíld en ná samt að komast einu stigi yfir þegar þriðji klárast

Fjórði leikhluti æsispennandi og liðin skiptast á forystu og hiti færðist í skapið á jafnvel rólegustu leikmönnum en aldrei sauð upp úr enda mikil reynsla í báðum liðum og dómarar gerðu hárrétt að yfirtaka ekki leikinn og byrja einhvern flautukonsert og létu leikmenn pústa og jafna sig.  Í stöðunni 66 -65 fyrir Haukum og innan við tvær eftir setur Hildur niður mikilvægan þrist fyrir Val en Hayden svarar um hæl og staðan 68-68 en hver önnur en Sólrún neglir flottum djúpum þristi i vinstra horninu en Hildur svarar og allt í járnum.  Haukar fá lokasóknina með með 8.2 sekúndur eftir en Ásta Júlía fær óíþróttamannslega villu fyrir að toga í búninginn hjá Helenu. Helena setti annað vítið og staðan 72-70 en dæmdar 5 sekúndur á Hauka í innkastinu þannig að Valur fékk sókn með 6,5 sekúndur á klukku. Klukkan rann út og Haukar landa sigri númer tvö og leiða því einvígið 2-0.

Bestu leikmenn leiksins Sólrún hjá Haukum og Hildur og Ameryst hjá Val en Valur með bakið upp við vegg og þarf sigur næst annars eru þær komnar í sumarfrí.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Márus Björgvin)

Fréttir
- Auglýsing -