Valur tók á móti Haukum í 2. leik liðanna í undanúrslitum Bónusdeildar kvenna. Haukar unnu fyrsta leikinn 35 stigum og áttu Valskonur heldur betur harm að hefna.
Gangur leiks
Valskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 9-2 forystu sem þær reyndu svo að halda í en Haukar reyndu að mjaka sér aftur í leikinn. Valskonur gerð vel að svara þegar Haukar gerðu sig líklegar og þá sérstaklega þegar Guðbjörg smellti þrist þegar 28 sek voru af fyrsta leikhluta og staða 22-14.
Í öðrum leikhluta var allt annað hljóð í Hauka stelpum og byrjuðu þær hann á fimm góðum stigum og voru allt í einu komnar með tærnar þar sem Valskonur voru með hælana með Lore Devos í fínum gír sem var með 13 stig. Jafnræði var með liðunum megnið af 2. leikhluta og var staðan 43 – 40 þegar gengið var í búningsklefa.
Haukar byrjuðu seinni hálfleik með 8-0 áhlaupi og urðu Valskonur hálf vandaðar eftir það í smá tíma en náðu síðan hægt og rólega að jafna leikinn aftur og koma svo með sitt áhlaup. Eftir það var mikið jafnræði með liðunum nema Valur leiddi og Haukar eltu. Staða eftir 3. leikhluta var 64-59 eftir stóran þrist frá Alyssa Cerino. 4. leikhluti fór hægt af stað í stigaskorun og bæði lið að misnota góð skot en ákefðin í báðum liðum jókst og og lætin í stúkunni voru bara til að ýta undir lætin á vellinum.
Um miðbik 4. leikhluta fór síðan bæði lið að skora en hvorugt náði yfirhöndinni og var þetta mikið fram og til baka og bæði lið að gera sig líkleg til að koma með áhlaup en allt kom fyrir ekki og mikil spenna undir lok leiks. Þóra Kristín setti risa þrist þegar 2.4 sekúndur voru eftir og kom Haukum 2 stigum yfir. Valur tók leikhlé sem endaði þannig að Jiselle fékk boltan og gerði það sem hún er góð í og kom sér á línuna til að jafna leikinn en klikkaði á fyrra vítinu og því Hauka sigur 80-82.
Hver var munurinn?
Munurinn var sem minnstur og gat þetta dottið báðu megin en Haukar nýttu sér mistök Valsara betur og uppskáru þennan sigur.
Atkvæðamestar
Ásta Júlía for hamförum fyrir Val með 20 stig og 15 fráköst en hjá Haukum var það Diamond Battles sem dró vagninn með 20 stig. En Rósa Björk átti einnig góðan leik með 19 stig.
Hvað svo?
Leikur þrjú er á Ásvöllum næstkomandi Laugardag þar sem Haukar geta sópað Val.