spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar hamflettu Valskonur

Haukar hamflettu Valskonur

Í kvöld var fyrsti leikur í undanúrslitum kvenna þegar Haukar tók á móti Valskonum. Haukarnir slógu út Grindavík í óvæntri fimm leikja rimmu. Valskonur aftur á móti slógu út norðankonur í Þór, 3-1.  Leikurinn var aldrei spennandi, Haukarnir kláruðu leikinn í fyrsta leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það, sannfærandi og öruggur sigur 101-66

Valskonur skoruðu fyrstu stigin, en þær áttu síðan tómum vandræðum með vörn Hauka sem var mjög framarlega. Haukarnir neyddu Val í snemmbúið leikhlé, enda voru þær að setja skotin sín niður og smá flumbrugangur hjá gestunum. Haukarnir voru töluvert betri í þessum leikhluta og leiddu í eftir fyrsta leikhluta 27-13 og því ljóst að róðurinn hjá gestunum var orðin ansi þungur.

Ekki voru Valskonur að sýna neitt í öðrum leikhluta sem benti til að þær ætluðu sér að fá eitthvað úr þessum leik. Töpuðu boltanum ítrekað, oft bara á sínum vallarhelmingi. Það rættist aðeins ur stigaskorun Valskvenna þegar leið á leikhlutann, en Haukakonur skoruðu bara þegar þær vildu, fengu ítrekað opin skot en Valskonum til happs, þá var hittnin ekki alltaf til staðar. Haukarnir fóru með 18 stiga forskot í hálfleik, 51-33.

Haukarnir héldu áfram sinni ágengu vörn og byrjuðu að hriða boltann af Jiselle, í sjötta skiptið sem hún missir boltann. Þetta þýddi bara að Haukar juku forystuna hægt og rólega, voru í raun yfir á öllum sviðum körfuboltans og leiddu eftir þrjá leikhluta 75-52.

Það var ljóst að Valur þurfti á kraftaverki að halda til að eiga einhvern möguleika á að sigra þennan leik, í stuttu máli, þá gerðist það ekki. Haukarnir flugu hátt og átti Valur aldrei möguleika á móti ógnarsterku Hafnarfjarðarliðinu, unnu þær 101-66.

Hauka liðið sem lið var stórkostlegt, erfitt að taka einhverja eina fram yfir aðra. Það er þó vert að nefna frábæran leik fyrirliðans, Þóru Kristínu, en hún var með 19 stig 12stoðsendingar, Tinna Guðrún sem byrjaði með flugeldasýningu setti niður 20 stig. Þá var Lore Devos mögnuð með 13 stig og 11 fráköst. Sólrún átti frábæra innkomu og Diamond sýndi hvað hún gat í fjórða leikhluta.

Hjá Valskonum var lítið að frétta Cerino var sú eina sem var með eitthvað lífsmark, setti 14 stig, Dagbjört sem byrjaði frábærlega setti 13 stig,  Guðbjörg átti flotta innkomu og setti niður 3 þrista og samtals 11 stig.  Sara Líf var með 10 fráköst.

Leikur tvö fer fram í N1 höllinni að Hlíðarenda, þriðjudaginn 22. apríl.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -