spot_img
HomeFréttirHaukar hafa lagt inn bráðabirgðakæru

Haukar hafa lagt inn bráðabirgðakæru

21:02 

{mosimage}

 

 

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur lagt inn bráðabirgðakæru til Körfuknattleikssambands Íslands gegn Tindastól en Stólarnir höfðu ólöglegan leikmann á leikskýrslu þegar liðin mættust þann 4. janúar síðastliðinn. Tindastóll hafði betur í viðureigninni 79-75.

 

KKD Hauka leitaði skýringa í málinu hjá KKÍ og fékk þá staðfest að Hans Björnsson, leikmaður Tindastóls, væri ekki orðinn löglegur með Tindastól þar sem hann hefði leikið með 2. deildarliði Smárans og ekki tilkynnt um félagsskiptin yfir í Tindastól

 

Kærufrestur til dómstóls KKÍ eru tveir sólahringar og hefur kkd. Hauka þegar sent inn bráðabirgðakæru til skrifstofu KKÍ til að uppfylla það skilyrði. Málið verður skoðað nánar yfir helgina og ákvörðun tekin um hvort formlegri kæru verði skilað inn.

 

Þess má geta að Hans kom ekki við sögu í leiknum. Haukar eru á botni IE deildarinnar með 4 stig.

Fréttir
- Auglýsing -