spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar fullkomnuðu endurkomuna

Haukar fullkomnuðu endurkomuna

Haukar og Grindavík mættust í kvöld í oddaleik í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna. Grindvíkingar höfðu náð 2-0 forystu í einvíginu, en deildarmeistarar Hauka jöfnuðu einvígið og knúðu fram oddaleik í Ólafssal.

Haukar höfðu tögl og hagldir allan leikinn, og höfðu 17 stiga forskot fyrir lokafjórðunginn, 66-49. Að lokum unnu Hafnfirðingar fimmtán stiga sigur, 79-64, og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Bónus deildar kvenna.

Diamond Battles var stigahæst í liði Hauka með 25 stig, en hjá Grindavík skoraði Daisha Bradford mest, 25 stig.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -