Haukar hafa ráðið erlendan leikmann fyrir meistaraflokk kvenna en það er bakvörður að nafni Heather Ezell en frá þessu er greint á heimasíðu Hauka.
Þar kemur fram að hún lék með Iowa State háskólnum en liðið datt út í Elite Eight(8-liða úrslit) NCAA háskólakeppninnar síðastliðin vetur.
Hún skoraði 11.7 stig og gaf 3.5 stoðsendinar á síðustu leiktíð.