Topplið Hauka lagði Þór Akureyri í Ólafssal í kvöld í Bónus deild kvenna 97-73.
Með sigrinum tryggðu Haukar sér deildarmeistaratitilinn, en þær eru í efsta sæti deildarinnar með 36 stig, fjórum stigum fyrir ofan Njarðvík þegar aðeins einn leikur er eftir hjá liðunum. Þór er hinsvegar í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekki spennandi eða jafn á lokasprettinum. Segja má að eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur hafi Haukar tekið forystuna um miðbygg fyrsta fjórðungs og aldrei litið til baka. Héldu forskoti sínu í kringum 10 stig lengst af, náðu að bæta í í lokaleikhlutanum og vinna að lokum með 24 stigum.
Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Lore Devos með 30 stig, 9 fráköst og Tinna Guðrún Alexandersdóttir bætti við 24 stigum, 4 fráköstum og 6 stolnum boltum.
Fyrir gestina frá Akureyri var Amandine Justine Toi atkvæðamest með 29 stig, 5 stoðsendingar og henni næst Eva Wium Elíasdóttir með 15 stig.