Haukar lögðu Njarðvík nokkuð örugglega í Ólafssal í kvöld í lokaleik deildarkeppni Bónus deildar kvenna, 94-68.
Haukar höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitil deildarinnar fyrir leik kvöldsins og fengu bikarinn afhentan að honum loknum. Að sama skapi voru Njarðvík örggar með annað sætið og því að litlu að keppa í leiknum sjálfum.
Atkvæðamestar í liði Njarðvíkur í kvöld voru Brittany Dinkins með 15 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og Eygló Kristín Óskarsdóttir með 10 stig og 10 fráköst.
Fyrir Hauka var atkvæðamest Lore Devos með 27 stig, 17 fráköst, 3 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Henni næst var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 17 stig og 4 fráköst.
Næst á dagskrá hjá liðunum er úrslitakeppnin, en í henni munu Haukar mæta liði Grindavíkur og Njarðvík etur kappi við Stjörnuna.
Myndasafn (Gunnar Jónatansson)