spot_img
HomeFréttirHattarmenn styrkja sig

Hattarmenn styrkja sig

 
Höttur á Egilsstöðum hefur samið við tvo bandaríska leikmenn um að leika með liðinu í vetur. Leikmennirnir hafa leikið með liðinu á undirbúningstímabilinu og lofa góðu að sögn Viðars Arnar Hafsteinssonar þjálfara Hattar. Michael Sloan er 27 ára gamall bakvörður sem lék síðast með Southern Generals í bandarísku UBA deildinni. Þar áður lék hann í Venesúela og Kína eftir að háskólaferlinum lauk.
Trevon Bryant er einnig 27 ára gamall. Hann er miðherji, 209 cm á hæð, og nýtist vel í teignum bæði í vörn og sókn. Trevon lék síðast með Dallas Stars í UBA deildinni en þar áður í Úrugvæ, Búlgaríu, Chile og Japan að loknum háskóla
.
Þá hafa Hattarmenn einnig fengið Akureyringinn Bjarka Oddsson til liðs við sig. Bjarki hefur verið einn af lykilmönnum í liði Þórs og hefur einnig leikið með KR. Bjarki hefur ekki leikið með Hetti á undirbúningstímabilinu en verður klár þegar Höttur tekur á móti Skallagrími í upphafsleik 1. deildar næstkomandi fimmtudag. Til viðbótar munu síðan margir ungir og efnilegir heimamenn á Egilsstöðum hljóta eldskírn sína í 1. deild í vetur. Eru þar fremstir í flokki unglingalandsliðsmennirnir Andrés Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Ævarsson.
 
Hetti hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu, unnu tvo leiki af þremur á Greifamótinu á Akureyri og höfðu einnig sigur á Þórsurum frá Akureyri í leik sem fram fór á Egilsstöðum á föstudag.
 
Mynd/ Michael Sloan verður án efa áberandi í 1. deildinni í vetur.
Fréttir
- Auglýsing -