Haukar kjöldrógu Hött í gærkvöldi í æfingaleik í Ólafssal.
Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem aðeins stigi munaði á liðunum eftir tvo leikhluta sigu Haukar framúr í upphafi annars hálfleiks og sigruðu að lokum mjög svo örugglega, 101-70.
Atkvæðamestur fyrir Hauka var Jalen Moore með 23 stig, 9 stoðsendingar og David Okeke honum næastur með 16 stig, 18 fráköst og 7 stoðsendingar.
Fyrir Hött var það Deontaye Buskey sem dró vagninn með 15 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum og Matej Karlovic bætti við 16 stigum og 2 stoðsendingum.
Tölfræði leiksins má sjá hér fyrir neðan.
Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á [email protected].