Cheerios-mót KR í körfubolta fór fram í DHL-Höllinni í Reykjavík um síðustu helgi. Mótið er jafnan fyrir yngstu iðkendur greinarinnar. Á laugardeginum fór fram keppni í drengjaflokki en stúlkurnar tóku við keflinu á sunnudeginum.
Finnur Freyr Stefánsson aðstoðarlandsliðsþjálfari og þjálfari karlaliðs KR er einn af skipuleggjendum og framkvæmdaraðilum mótsins en hann sagði um 150 lið frá 15 félögum hafa tekið þátt þetta árið.
„Þetta voru hátt í 700 krakkar og mótið gekk eins og í sögu. Ákvörðunin um að hafa veitingasöluna eins lausa við sykur og hægt er mældist vel fyrir og þá sá leikmenn meistaraflokka félagsins að mestu um dómgæsluna. Þá vil ég þakka fólki kærlega fyrir komuna og við í KR erum spennt að hitta keppendur aftur á næsta ári.“