spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHátíð á Egilsstöðum - Viðar mætir á Ask fyrir leik - Bein...

Hátíð á Egilsstöðum – Viðar mætir á Ask fyrir leik – Bein útsending frá stórleik Hattar og Breiðabliks

Í kvöld fer fram risaslagur í fyrstu deildinni þar sem að Breiðablik heimsækir Hött kl. 19:15 í VHE Höllina á Egilsstöðum.

Mun þetta vera þriðji leikur liðanna á móti hvoru öðru, en til þessa hafa þau skipt með sér sitthvorum sigrinum.

Mikil viðhöfn er fyrir leikinn, þar sem að stuðningsmenn ætla að hittast kl. 17:15 á Ask Pizzeria á Egilsstöðum og nýta sér tilboð á hlaðborði og drykkjum. Þá mun þjálfari Hattar, Viðar Örn, mæta kl. 17:30 og leiða viðstadda í gegnum við hverju megi búast.

Fyrir leikinn er Höttur jafnt Hamri að stigum með 32 við topp deildarinnar, en í efsta sætinu vegna hagstæðra innbyrðis úrslita. Breiðablik er í þriðja sætinu, tveimur stigum fyrir neðan Hött og Hamar og getur því með sigri í kvöld sett þetta eina örugga sæti í Dominos deildinni enn frekar upp í loftið.

Staðan í deildinni

Leikurinn verður í beinni útsendingu hér á Höttur Tv fyrir þá sem sjá sér ekki fært um að mæta á þennan risaleik.

Fréttir
- Auglýsing -