spot_img
HomeFréttirHáspenna lífshætta í TM Höllinni!

Háspenna lífshætta í TM Höllinni!

 

Keflavík sigraði Hauka með 109 stigum gegn 104 á heimavelli sínum, í TM höllinni, fyrr í kvöld. Keflavík því búnir að sigra tvo fyrstu leiki tímabilsins á meðan að Haukar hafa unnið einn og tapað einum.

 

 

Einhver haustbragur var á leik liðanna í fyrri hálfleik, þó hann hafi verið spennandi. Liðin skiptust á snöggum sprettum þar sem að Keflavík var 2 stigum yfir (24-22) eftir þann fyrsta og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik hafði staðan snúist Haukum í vil um heil 8 stig (42-50). Mestu munaði um framlag Earl Brown fyrir heimamenn í Keflavík (12 stig / 9 fráköst / 3 stoðsendingar) á meðan að fyrir gestina var það Finnur Atli Magnússon sem skilaði hæstu framlagi (9 stig / 6 fráköst)

 

Í seinni hálfleiknum komu heimamenn sterkari til baka heldur en þeir höfðu verið í þeim fyrri. Þriðja leikhlutann unnu þeir með 6 stigum og þann fjórða með 2. Það var aðeins fyrir þriggja stiga skot leikmanns Hauka, Stephen Michael Madison, í næst síðustu sókn venjulegs leiktíma, sem að gestirnir náðu að tryggja sig inn í fyrri framlengingu kvöldsins. Eftir þá körfu fór Keflavík í sókn sem gaf ekki og Haukar fengu eitt lokatækifæri til þess að klára leikinn.

 

Að loknum venjulegum leiktíma var staðan því 88-88 og því framlengt.

 

Í fyrri framlengingunni virtust Haukar ætla að taka leikinn. Voru á tímabili komnir einum 6 stigum á undan. Keflavík hinsvegar saxaði það forskot niður og náði, með körfu Vals Orra Valssonar í lokin, að tryggja aðra framlengingu.

 

Í annarri framlengingunni tóku heimamenn öll völd á vellinum og náðu að klára leikinn með 5 stiga sigri (109-104)

 

Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Earl Brown, en hann skoraði 35 stig, tók 19 fráköst, stal 4 boltum og gaf 3 stoðsendingar á þeim tæpu 46 mínútum sem hann spilaði í kvöld.

 

Punktar:

  • Earl Brown spilaði mest allra manna í leik kvöldsins eða tæpar 46 mínútur (92% leiks)
  • Haukar tóku 66 fráköst á móti 49 hjá Keflavík.
  • Keflavík var með 8 tapaða bolta á móti 19 hjá Haukum.
  • Nýting liðanna af vellinum var sú sama, eða 42%.

 

 

Tölfræði

Myndasafn #1 (Davíð Eldur)

Myndasafn #2 (SBS)

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Davíð Eldur

 

 

Fréttir
- Auglýsing -