spot_img
HomeFréttirHardy tryggði Njarðvík sigur gegn Fjölni

Hardy tryggði Njarðvík sigur gegn Fjölni

 Það var Lele Hardy sem tryggði Njarðvík sigur gegn Fjölnisstúlkum á lokasekúndum leiksins í dag í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Staðan var 29:44 í hálfleik og mest komust gestirnir í 20 stiga forskot í leiknum og fátt benti til þess að Íslands- og bikarmeistararnir ætluðu sér nokkuð úr þessum leik.  En leikurinn er 40 mínútur heilar og það fær engin stig fyrir að vera yfir í 39 mínútur og 50 sekúndur af honum.  Það var akkúrat það sem gerðist í dag í Ljónagryfjunni. 
 
Þegar tæp mínúta var eftir var staðan 80:84 gestina í vil.  Svava Ósk Stefánsdóttir setur þá niður risa þrist og minnkar muninn í 1 stig.  Fjölnisstúlkur setja niður víti og koma muninum aftur upp í 2 stig 83:85.  Lele Hardy braust svo í gegn og skorar ásamt því að brotið er á henni þegar 10 sekúndur eru eftir af leiknum. Hardy setur vítið niður og í fyrsta skipti eru Njarðvíkurstúlkur komnar yfir í leiknum. 
 
Í síðustu sókn Fjölnis missir Britney Jones boltann út af og það er svo Lele Hardy sem innsiglar sigurinn á vítalínunni.
 
Fréttir
- Auglýsing -