spot_img
HomeFréttirHarðjaxlinn Anthony Mason allur

Harðjaxlinn Anthony Mason allur

Fyrrum NBA leikmaðurinn Anthony Mason, sem lengst af, lék í deildinni fyrir lið New York Knicks undir lok síðustu aldar lést í gær eftir snögg, en alvarleg veikindi. Á tímum sínum með Knicks myndaði hann, ásamt þeim Charles Oakley, Patrick Ewing og John Starks, eitthvað það besta lið sem stóra eplið hefur nokkurntíman séð.  
 

 

Veikindi Mason höfðu tekist af stað þann 11. febrúar síðastliðinn, en síðan þá hafði hann farið í nokkrar aðgerðir og var að sögn lækna á batavegi rétt áður en hann svo lést af völdum hjartabilunar.

 

Leikmaðurinn, sem upp á sitt besta náði að afreka það að vera valinn í stjörnulið, úrvalslið, varnarlið og sem besti maður af bekk deildarinnar hafði síðan hann hætti að spila, átt við hjartavandamál að stríða. Þar sem að á tímabili var hann sem dæmi orðinn um 175kg að þyngd.

 

Á þeim 13 árum sem Mason spilaði í deildinni skoraði hann að meðaltali 11 stig og tók 8 fráköst, en eins og áður var tekið fram, spilaði hann lengst af, í um 5 af þeim árum fyrir New York Knicks. Einnig spilaði hann fyrir Efes Pilsen í Tyrklandi (88-89), New Jersey Nets (89-90), Tulsa Fast Breakers í CBA deildinni (90-91), Charlotte Hornets (96-00), Miami Heat (00-01) og undir það síðasta fyrir Milwaukee Bucks frá 2001 þangað til hann setti skóna á hilluna árið 2003.

 

Fyrrum þjálfari hans (New York Knicks), Pat Riley, sagði eitt sinn þetta um Mason:

 

“Anthony’s what I’d call an oxymoron,”. “He defies expectations […] As a player you look at Mase’s size and court demeanor and think he’s a blue-collar banger, and he is, but he’s also very nimble, can outrun people, and has superior ball-handling skills. He’s deft, almost cute. There’s a bundle of contradictions about him. He’s versatile, unique in that way.”

 

Mason var aðeins 48 ára gamall þegar hann lést og skilur hann eftir sig tvo syni, Anthony jr og Antoine.

 

*** Hér er greinagóð fréttaskýring Yahoo um Mason ***

 

*** Hér er Wikipedia síða Mason ***

 

*** Hér er gott viðtal “WhereAreTheyNow” við Mason ***

Fréttir
- Auglýsing -