Marco Belinelli spilar hér frábæra vörn á sjóðheitan James Harden en uppsker ekki erindi sem erfiði þar sem Harden sekkur einum fade-away jumper í grillið á honum eftir mikla knattrakssýningu. Framkvæmdastjórar NBA deildarinnar völdu nýverið James Harden sem besta skotbakvörð deildarinnar – betri en Kobe Bryant.