spot_img
HomeFréttirHappdrætti ársins og tvíframlengt: Valur vann í stórleik

Happdrætti ársins og tvíframlengt: Valur vann í stórleik

10:51
{mosimage}

(Valskonur fögnuðu vel sigri sínum á Keflavík í gærkvöldi) 

Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi þegar Valsstúlkur tóku á móti Keflavík í Vodafonehöll að Hlíðarenda. Það er óhætt að segja að alltof margir Íslendingar hafi misst af tveimur virkilega góðum tækifærum, annað að taka þátt í happdrætti með vinningslíkurnar 1 á móti 50 og hinn að sjá einn mest spennandi körfuboltaleik sem farið hefur fram að Hlíðarenda í áraraðir. Valsstúlkur höfðu sigur á Keflavík eftir tvíframlengdan leik, 97-94. Leikurinn var jafn allt frá upphafi til enda og spennan var gríðarleg þegar leið að lokaflautunni. Molly Peterman fór fyrir heimamönnum og var svo sannarlega betri en engin í stóru skotunum undir lokin en hún endaði leikinn með 38 stig og 10 stolna bolta. Næstar voru það Lovísa Guðmundsdóttir með 18 stig og Signý Hermannsdóttir með 16 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar. Stigahæstar hjá Keflavík voru  TaKesha Watson 25 stig og 9 stoðsendingar og Birna Valgarðsdóttir með 13 stig. 

Valsstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar með tvo stolna bolta strax á fyrstu mínútu. Staðan var 6-2 eftir þrjár mínútur af leik. Mikil óreiða var í sóknarleik Keflavíkur og tók því þjálfari Keflavíkur leikhlé strax eftir rúmar 4 mínútur af leik þegar staðan var 12-7 fyrir Val. Þegar þrjár mínútur lifðu af leiktímanum sendi þjálfari Keflavíkur skýr skilaboð til sinna leikmanna þegar hann skipti öllum 5 byrjunarliðsmönnunum útaf á einu bretti en þá var staðan 19-10 og Keflavík vart buið að taka frákast í leiknum. Keflavíkurstúlkur tóku sér þó nokkuð tak og fóru að spila mun aggressívari vörn sem skilaði þeim aðeins betri árangri því leikhlutinn endaði með 5 stiga forskoti Vals, 25-20. 

Valsstúlkur létu slá sig út af laginu í byrjun annars leikhluta en Keflavík spilaði sterka og aggressive pressuvörn sem skilaði áætluðum árangri. Keflavík komst því yfir í fyrsta skiptið í leiknum í stöðunni 25-26 eftir rúmar um það bil tvær mínútur af leik.  Eftir það var jafnt á flestum tölum en Valur hafði þó frumkvæðið. Stíf pressa Keflavíkur var farin að segja til sín þegar leið á annan leikhluta en Valsstúlkur hentu frá sér boltanum trekk í trekk. Sterk vörn heimamanna hélt þeim hins vegar alltaf vel inní leiknum. Keflavík skreið frammúr þegar leið á leikhlutan og hafði 4 stiga forskot þegar hálfleiksflautan gall, 39-43.   

{mosimage}

Í hálfleik fór fram það happdrætti sem flestir landsmenn hefðu betur tekið þátt í en aðrar eins líkur hafa sjaldan sést á klakanum því aðeins um 50 manns mættu á leikinn.  Dregið var um flugferð með Iceland Express á einhvern af áfangastöðum þeirra fyrir tvo.   

Keflavík byrjarði seinni háflleik aðeins sterkari en bæði lið spiluðu góða vörn og lítið var skorað á upphafsmínútunum. Valur tók leikhlé þegar um fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum og staðan var 42-49. Vörnin hélt vel hjá báðum liðum og staðan þegar um tvær mínútr voru eftir af leikhlutanum var 47-53 og því staðan í leikhlutanum því aðeins 8-10 sem telst varla sem hátt stigaskor. Valsstúlkur spiluðu pressuvörn það sem eftir var leikhlutans og uppskáru fyrir vikið tækifæri til að komast yfir þegar um 40 sekúndur voru eftir. Það tókst þó ekki og Pálína Gunnlaugsdóttir stal boltanum og hljóp fram í hraðaupphlaup og breytti stöðunni úr 52-53 í 52-56 en þannig stóðu tölur þegar leikhlutanum lauk. Pálína sýndi virkilega góðan varnarleik í leikhlutanum og lokaði vel á Molly Peterman.   

Valsstúlkur byrjuðu fjórða leikhluta eins og þær enduðu þann þriðja í hárri pressu og gáfu lítið efitr. Þessi vörn virtist skila sínu hlutverki þegar um fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu valsstúlkur minnkað muninn niður í aðeins eitt stig, 63-64. Keflavík komu hins vegar til baka og tveimur mínútum síðar höfðu þær aftur fimm stiga forskot 63-68 og virtust ekki ætla að hleypa valsstúlkum mikið nær. Það gekk þó lítið í sóknarleikum hjá þeim og munaði um minna að TaKesha Watson hafði aðeins skorað 10 stig í leiknum og ekkert þeirra í seinni háflleik. Valsstúlkur náðu hins vegar góðu áhlaupi og minnkuðu muninn niður í eitt stig þegar um ein mínúta var eftir 69-70. Keflavík tók þá leikhlé til að skerpa leik sinna manna sem gekk þó ekki betur en svo að Valsstúlkur komust yfir í fyrsta skiptið síðan í öðrum leikhluta, 71-70.  Keflavíkur stúlkur brunuðu þá í sókn og Pálína keyrði á körfuna en klikkaði úr sniðskoti. Valsstúlkur fenug því tækifæri  til að svo gott sem tryggja sér sigurinn en en Molly Peterman brást bogalistin.  Keflavík komst því í sókn með um 20 sekúndur á klukkunni og skoraði  Rannveig Randversdóttir gríðarlega mikilvæga körfu sem gaf þeim eins stigs forskot, 71-72. Valsstúlkur höfðu þá um 15 sekúndur til að skora sigurkörfuna, það var Lovísa Guðmundsdóttir sem tók af skarið og fékk 2 víti fyrir vikið. Hún geigaði hins vegar á fyrra vítinu og jafnaði því aðeins leikinn og framlengin var staðreynd, 72-72. 

{mosimage}

Keflavíkurstúlkur byrjðu framlenginguna sterkari og fór þar fremst í fylkingu TaKesha Watson sem skoraði 5 stig í röð og kom gestunum í vænlega stöðu með 3 mínútur efitr og stöðuna 74-79. Valsstúlkur gáfust hins vegar ekki upp og jöfnuðu metin í stöðunni 80-80 þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Jafnt var á tölum 82-82 þegar 16 sekúndur voru eftir af leiknum og Valsstúlkur fengu boltan undir sinni körfu. Þær misstu hins vegar boltan þegar um 8 sekúdnur voru eftir og Keisha Watson brunaði fram en klikkaði úr sniðskoti á lokasekúndunni og önnur framlengin því í uppsiglingu, 82-82.   

Önnur framlenging byrjaði ekki lukkulega fyrir Keflavík þegar Pálína braut af sér í fimmta skiptið í leiknum og var því send á bekkinn. Þetta virkaði sem vitaminsprauta fyrir valsstúlkur sem komust 4 stigum yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir, 88-84.  Keflavík náði svo að jafna um mínútu síðar í stöðunni 88-88. Molly Peterman sannaði svo sannarlega verðgildi sitt á lokamínútunum en hún skoraði nánast öll stig Vals í seinni framlengingu á meðan TaKeisha Watson fór fyrir Keflavík hinu megin en klikkaði á vítalínunni þegar 13 sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu því boltan með eins stigs forskot 95-94 og þegar átta sekúndur voru eftir var Molly Peterman send á línuna þar sem hún setti bæði skotin ofaní og kom forskoti Vals uppí 3 stig. Það var svo  Hrönn Þorgrímsdóttir sem átti lokatilraun keflavíkur en geigaði og heimsigur því staðreynd,97-94. Valsstúlkur fögnuðu gríðarlega undir lokin enda sýndu þær í kvöld að þær eiga fullt efni í topplið deildarinnar.   

{mosimage}

Hjá Valsstúlkum var það varnarleikurinn sem skilaði þessum sigri en þær héldu Keflavíkurstúlkum langt frá sínu besta allan leikinn og sést það best á því að TaKesha Watson skoraði aðeins 10 stig í venjulegum leiktíma sem verður að teljast mjög lélegt hjá þessum ótrúlega leikmanni.  Það voru svo Molly Peterman, Signý Hermanndóttir og Lovísa Guðmundsdóttir sem áttu stórleik hjá Val en þær stóðu allar undir væntingum og gott betur. Keflavíkurliðið spilaði hins vegar allt undir getu í gær og tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni farin í súginn. 

Tölfræði leiksins 

Texti: Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}
(Þrátt fyrir 9 stig, 6 fráköst og 4 varin skot hefur Margrét Kara átt betri daga fyrir Keflavík en gegn Val í gærkvöldi og munaði þar um minna fyrir topplið Keflavíkur)

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -