Íslandsmótinu í körfubolta 2019-2020 er lokið í öllum flokkum og deildum. Óværan Covid-19 og samkomubannið hefur gert það að verkum að engin úrslitakeppni fer fram i ár. Ákvörðun um þetta lág fyrir fyrr í dag og voru margir sem vildu frekari útskýringar og rökstuðning. Karfan fór því að sjálfsögðu af stað og fékk Hannes S. Jónsson í viðtal. Þar fengum við hann til að rökstyðja ákvörðunina og hvað lægi að baki.
Viðtalið er í hlaðvarpsformi og má finna hér að neðan og á öllum podcastveitum.
Umsjón: Ólafur Þór Jónsson
Podcast Körfunnar er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.