spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHannes: Leiðinlegt þegar mönnum finnst á þeim brotið

Hannes: Leiðinlegt þegar mönnum finnst á þeim brotið

Hannes Jónsson formaður KKÍ sat fyrir svörum í Sportinu í Dag á Stöð 2 Sport fyrir stundu, en þar fór hann yfir stöðuna á málefnum og ákvörðunum sem fylgdu því að bæði Dominos og fyrstu deildum karla og kvenna var aflýst.

Líkt og fjallað hefur verið um á Körfunni var sú ákvörðun tekin að aðeins eitt lið færi niður úr Dominos deildunum og eitt kæmi í stað upp úr fyrstu deildunum. Var það Höttur sem hafði deildarskipti við Fjölni í Dominos deild karla og Fjölnir við lið Grindavíkur í Dominos deild kvenna.

Þessari ákvörðun stjórnar KKÍ var hvergi mætt af frekari andstöðu heldur en frá forráðamönnum liðsins sem var í öðru sæti fyrstu deildar karla, Hamri. Töldu þeir bæði ákvörðunina ekki sanngjarna, meðal annars þar sem að liðið átti enn góða möguleika á að vinna deildina sjálfa líkt og þjálfarar liðsins fóru í gegnum í viðtali, sem og líkt og kom fram í áskorun til stjórnar KKÍ telja þeir hana ekki löglega.

Sagði Hannes í viðtali dagsins að það væri ekki þeirra skilningur að ákvörðunin sem slík hafi verið ólögleg. Sagði hann að á fundi formanna félaganna áður en ákvörðunin var tekin, hafi þar verið skýr vilji til staðar að aflýsa tímabilinu og að stjórnin tæki svo ákvörðun um hver örlög liða sem færu á milli deilda yrðu. Enn frekar sagði Hannes að honum þætti leiðinlegt ef að mönnum fyndist á þeim brotið, en að það sé hlutverk stjórnarinnar að taka ákvarðanir og að þegar að leikurinn fengi ekki að klárast, þá væru það alltaf rangar ákvarðanir sem slíkar sem væru teknar.

Þá sagði hann stjórnina ekki hafa komið saman síðan að áskorun Hamars var birt og því ætti eftir að ræða hana.

Hér fyrir neðan er bæði hægt að hlusta á viðtal sem Karfan tók við Hannes daginn sem ákvörðun stjórnarinnar var kynnt, sem og viðtal við þjálfara og aðstoðarþjálfara Hamars, þá Máté Dalmay og Hraunar Karl Guðmundsson.

Fréttir
- Auglýsing -