Heilbriðisráðherra Svandís Svavarsdóttir tilkynnti fyrr í dag að það bann sem er á afreksíþróttastarfi í landinu yrði framlengt um viku í hið minnsta til 9. desember næstkomandi. Fréttir sem hafa farið heldur illa ofan í áhengendur körfuknattleiks, sem einhverjir skilja illa hvernig það megi vera að slík afstaða sé tekin gegn íþróttinni hér á landi, ólíkt bæði nágrannaríkjum, sem og öðrum ríkjum Evrópu.
Karfan heyrði í formanni KKÍ Hannesi Jónssyni og spurði hann út í hvernig ákvörðunin færi í sambandið, hvert framhaldið væri og hvort að yfirvöld á Íslandi væru að taka afstöðu gegn íþróttum.
Viðtalið er einnig aðgengilegt á Spotify og iTunes síðum Körfunnar