spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Hannes fyrir leikina í Grikklandi og framhaldið á Íslandi "Þær eiga skilið...

Hannes fyrir leikina í Grikklandi og framhaldið á Íslandi “Þær eiga skilið baráttukveðjur frá íslensku þjóðinni allri”

Íslenska landsliðið leikur tvo leiki í undankeppni EuroBasket 2021 í vikunni. Báðir fara leikirnir fram í búbblu í Grikklandi, þar sem að fyrri leikur þeirra fimmtudaginn 12. gegn sterku liði Slóveníu og laugardaginn 14. gegn Búlgaríu. Báðir verða leikirnir í beinni útsendingu á RÚV.

Karfan ræddi við fararstjóra liðsins Hannes Jónsson og spurði hann út í aðstæður í Grikklandi, leikina tvo og hvort að körfuboltinn sé að fara aftur af stað á Íslandi.

Hvernig gekk ferðalagið til Grikklands?

“Ferðalagið var ansi langt og tók rúman sólarhring að komast á áfangastað með nokkra klukkustunda svefni í Aþenu.  Reyndar eiga fimm einstaklingar ennþá eftir að fá farangurinn sinn sem varð eftir í London en við erum svo heppinn að hafa snillingana í Icelandair og Vita að hjálpa okkur að koma töskunum til okkar. Ég verð að koma því að, að hún Soffía Helgadóttir hja VITA er engill í mannsmynd og er búinn að vera vakandi yfir þessu fyrir okkur og er það ekki í fyrsta sinn sem hún þarf að bjarga málum fyrir okkur. Að hafa svona frábæra manneskju á hliðarlínunni heima er mjög þakkarvert. Það er eitt að farangurinn komi ekki en þegar allar verslanir eru lokaðar eins og núna hér á Grikklandi vegna covid reglna hérna þá tekur það aðeins meira á mannskapinn að hafa ekki föt til skiptanna. Við höfum trú á því að töskurnar skili sér annað kvöld og ef það tekst þá er það Soffíu okkar að þakka”

Er liðið búið að ná að æfa?

“Já við höfum náð núna þrem æfingum hérna en eins og við vitum öll hefur lítið sem ekkert getað  verið æft undanfarnar vikur heima á Íslandi á  meðan að hægt hefur verið að  hafa æft og keppa í öðrum löndum.  Stelpurnar okkar fóru á sína fyrstu liðsæfingu í gær mánudag þrem dögum fyrir leik og það eftir langt og tímafrekt ferðalag. Við erum afar stolt af stelpunum okkar að vera klárar í leik á fimmtudag með svona lítilli æfingu sem og af þeim og fylgdarliði fyrir allt það sem lagt er á sig til að spila landsleik fyrir Ísland við þær aðstæður sem eru núna í heiminum. Svona fórnir eru ekki sjálfgefnar og þetta er fólkið okkar að leggja á sig fyrir Ísland og íslenskan körfubolta. Ég er afar stoltur af okkar dugmikla fólki sem spilar og er í kringum landsliðin okkar”

Er einngrun liðsins mikil m.t.t. bæði búbblunnar og reglna í Grikklandi?

“Við erum mjög ósátt við að FIBA hafi ekki frestað þessum leikjum og höfum margítrekað þá skoðun okkar síðan í september , og svo síðustu vikurnar lagt ofur áherlsu á að fresta þessum leikjum þar sem við höfum ekki getað æft eins og aðrar þjóðir. Til að hrósa FIBA einnig þá eru hér mjög strangar reglur og miklar sóttvarnarráðstafanir, það má engin fara útaf hótelinu nema til að fara á æfingu og svo í leikina. Á keppnis-og æfingarvelli er allt sótthreinsað hátt og lágt fyrir og eftir æfingar sem og miklar sóttvarnarregur á hótelinu. Reyndar eru ansi harðar reglur í gangi hér í Grikklandi í dag og því afar fáiir á ferli og t.d. er ekkert opið nema matvöruverslanir og apótek, ég og við sjáum það vel núna hvað við höfum það rosalega gott heima á Íslandi þrátt fyrir strangar reglur þá getum við um margt haft það frjálst miðað við stöðuna hérna”

Er Ísland að fara að mæta liðum sem eru að koma úr svipuðum aðstæðum með að hafa nánast ekkert geta æft og hvernig er stemmingin í hópnum?

“Nei,nei bæði hafa leikmenn Slóveníu og Búlgaríu getað æft og spilað með sínum félagsliðum sem og að þjóðirnar komu saman til æfinga í nokkra daga áður en haldið var af stað hingað. Það er því himinn og haf á milli stöðunnar sem við höfum verið í undanfarið og hinna tveggja liðanna. Þetta finnst okkur ansi ósanngjant og því ennfrekar ástæða fyrir FIBA að fresta þessum leikjum, hið minnsta okkar leikjum því undirbúningur okkar er svo langt frá því að vera í lagi og svo er það ansi mikil meiðslahætta að mæta í svona leiki þegar leikmenn hafa einungis getað æft í þrjá daga. Þetta er mjög slappt og í raun sorglegt fyrir okkar stelpur. Stemmingin í hópnum er mögnuð þrátt fyrir þetta allt, mikil samheldni og samkennd er í hópnum.  En þær eru svo sannarlega alvöru víkingar og eru klárar í verkefnið ásamt þjálfarateyminu sem hefur gert það sem hægt er ásamt Sædísi sjúkraþjálfara. Ég er svo stoltur af hópnum okkar, þetta eru hetjur og þær eiga skilið baráttukveðjur frá íslensku þjóðinni allri!”

Að lokum, nú sjáum við smitum Covid-19 fækka á Íslandi, eru forráðamenn hreyfingarinnar bjartsýnir á að geta farið að spila?

“Við erum alltaf bjarstýn og höldum í jákvæðnina og bjartsýnina þar til annað kemur í ljós. Því miður hefur ennþá vantað á samráð frá yfirvöldum til okkar og íþróttahreyfingarinnar. Hvorki við né ÍSÍ eftir því sem ég best veit fengið einvher svör um hvert framhaldið verður. Miðað við það sem sagt er í fjölmiðlum þá virðist bann við keppni í íþróttum liggja í loftinu en ofboðslega væri nú gott að fá bara svör við þvi svo hægt sé að fara að taka ákvarðnir með framhaldið”

Fréttir
- Auglýsing -